Hey! Ert þú drífandi verkefnastjóri?

Hey Iceland Síðumúli 2, 108 Reykjavík


Hey Iceland og Bændaferðir óska eftir að ráða drífandi og skipulagðan einstakling í stöðu verkefnastjóra á sviði upplýsingatækni og viðskiptaþróunar.

Viðkomandi þarf að hafa haldgóða reynslu af innleiðingu hugbúnaðar og geta tileinkað sér nýja tækni fljótt og örugglega. Lykileiginleikar sem leitað er eftir eru skipulagshæfni, áhugi á tækni og umbótum, ásamt faglegri framkomu.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Verkefnastýring í upplýsingatækni og viðskiptaþróun
 • Stefnumótandi vinna í upplýsingatækni
 • Markmiðasetning og samhæfing verkefna
 • Greiningar, áætlanagerð, eftirfylgni og árangursmat
 • Samskipti við fagaðila

 

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist starfi
 • Reynsla af hugbúnaðarinnleiðingu og þróun skilyrði
 • Góð tækniþekking skilyrði
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Greiningarhæfileikar
 • Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð

 

Hey Iceland og Bændaferðir eru vörumerki Ferðaþjónustu bænda hf. sem er leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu. Fyrirtækið á sér yfir 30 ára sögu og býður upp á breitt úrval ferða og afþreyingar ásamt gistingu allt í kringum landið á um 180 gististöðum af ýmsu tagi. Einnig eru í boði innihaldsríkar pakkaferðir með íslenskri fararstjórn um allan heim, þar sem farþegar njóta góðs félagsskapar og kynnast menningu og náttúru merkra áfangastaða.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Áhugasamir umsækjendur sendi umsókn ásamt ferilskrá á netfangið atvinna@heyiceland.is fyrir 17. febrúar.

Umsóknarfrestur:

17.02.2019

Auglýsing stofnuð:

08.02.2019

Staðsetning:

Síðumúli 2, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi