Yfirmaður standsetningar í Keflavík

Hertz Bílaleiga Kjóavöllur 4, 235 Reykjanesbær


Yfirmaður standsetningar á Keflavíkurflugvelli óskast:

 

Bílaleiga Flugleiða Hertz óskar eftir að ráða einstakling sem býr yfir reynslu í stjórnun á sviði standsetningar á bílum, almennri umhirðu um bíla og almennri getu til að sinna mikilvægu starfi er snýr að þjónustugæðum. Starfið tilheyrir undir þjónustusvið Hertz.

 

Helstu verkefni:

Móta starfsumhverfi við þrif og standsetningu bíla til útleigu.
Umsjón með starfsfólki standsetningar.
Umsjón með búnaði og áhöldum.
Skipulagning námskeiða og fræðslu í samræmi við stjórnendur.
Móta almenna stefnu í samráði með stjórnendum.
 

Menntunar og hæfniskröfur:

Gilt bílpróf ( meirapróf kostur ).
Hreint sakarvottorð.
Frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Framúrskarandi lipurð í mannlegum samskiptum.
Reynsla og þekking á bílum.
Þekking á efnum til þrifa á bílum.
 

Bæði konur og karlmenn eru hvött til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið fást á atvinna@hertz.is

Umsóknarfrestur er til og með 26 ágúst.

Umsóknarfrestur:

26.08.2019

Auglýsing stofnuð:

14.08.2019

Staðsetning:

Kjóavöllur 4, 235 Reykjanesbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi