Læknir - Göngudeild sóttvarna

Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Álfabakki 16, 109 Reykjavík


Göngudeild sóttvarna í Mjódd óskar eftir að ráða almennan lækni til starfa.
Um er að ræða 100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september eða eftir nánara samkomulagi.

Starfsemi Göngudeildar sóttvarna felst í bólusetningu ferðamanna, heilbrigðiseftirliti innflytjenda til landsins og að veita hælisleitendum, sem bíða úrskurðar Útlendingastofnunar takmarkaða heilbrigðisþjónustu. Einnig er sinnt berklaeftirliti og berklameðferð á landsvísu.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Heilbrigðisskoðun innflytjenda
- Heilbrigðisþjónusta hælisleitenda
- Bólusetning ferðamanna
- Berklaeftirlit

Hér gefst tækifæri að kynnast bólusetningum, greiningu berkla og meðferð þeirra, kembileit smitsjúkdóma hjá innflytjendum og almennri heilbrigðisþjónustu hælisleitendum til handa.

Hæfnikröfur

- Íslenskt lækningaleyfi
- Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Áreiðanleiki, faglegur metnaður, jákvæðni og sveigjanleiki
- Gott vald á íslensku og ensku
- Góð almenn tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Stéttarfélag er Læknafélag Íslands.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.06.2019

Nánari upplýsingar veitir

Kai Blöndal - kai.blondal@heilsugaeslan.is - 513-5130
Þorsteinn Blöndal - thorsteinn.blondal@heilsugaeslan.is - 513-5130


Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Göngudeild sóttvarna
Þönglabakka 6
109 Reykjavík

 

Umsóknarfrestur:

25.06.2019

Auglýsing stofnuð:

23.05.2019

Staðsetning:

Álfabakki 16, 109 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi