Verkefnastjóri - upplýsingatækni

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands Vatnsmýrarvegur 16, 101 Reykjavík


Verkefnastjóri við innleiðingu á upplýsingatækni í kennslu við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands 

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra við innleiðingu á upplýsingatækni vegna kennslu-, prófa- og námsumsjónarkerfa á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.

Um er að ræða fjölbreytt og spennandi nýtt starf. Verkefnastjórinn mun einkum hafa það hlutverk að styðja háskólakennara og aðra starfsmenn sviðsins í tengslum við innleiðingu námsumsjónarkerfis, sem og við að tileinka sér upplýsingatækni í kennslu, námsmati og prófahaldi. Verkefnastjórinn vinnur náið með kennurum, kennsluþróunarstjóra og öðru starfsfólki á sviði kennslumála.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þjónusta, ráðgjöf og stuðningur við kennara í notkun upplýsingatækni við kennslu, námsmat, prófahald og upptökur (t.d. Ugla, Inspera, Moodle, Turnitin o.fl.)
  • Innleiðing nýjunga á sviði upplýsingatækni í kennslu
  • Skipuleggur fræðslu og kynningar um upplýsingatækni fyrir kennara sviðsins
  • Er í samstarfi við Kennslusvið HÍ, Kennslumiðstöð HÍ, Upplýsingatæknisvið HÍ auk kennsluþróunarstjóra sviðsins


Hæfnikröfur

  • Háskólamenntun á sviði upplýsingatækni, tölvunarfræði eða öðrum greinum sem nýtast í starfinu
  • Menntun á sviði kennslufræða og/eða reynsla í kennslu telst kostur
  • Þekking á rafrænum kennslukerfum sem notuð eru við háskólakennslu er kostur
  • Mjög gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
  • Góð samstarfshæfni, sjálfstæði í vinnubrögðumog rík þjónustulund
  • Góð enskukunnátta, bæði í ræðu og riti

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Verkefnastjórinn hefur aðsetur á skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16 og verður þar hluti af þjónustukjarna sviðsins. Skrifstofan sér um margvísleg verkefni fyrir sviðið, s.s. fjármál, kennslumál, mannauðsmál, markaðs- og kynningarmál, o.fl.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst nk. Ráðið er í starfið til eins árs en mögulegt er að að þeim tíma loknum verði starfið auglýst að nýju til lengri tíma. 

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
I. Ferilskrá
II. Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
III. Staðfest afrit af prófskírteinum
IV. Upplýsingar um umsagnaraðila

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum verður tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt innan Háskólans í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2 

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands 

Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu- og rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education.

Nánari upplýsingar veita:

Þórana Elín Dietz, mannauðsstjóri - thorana@hi.is - 525 5946

Ásta Bryndís Schram, kennsluþróunarstjóri - astabryndis@hi.is - 525 5953

Umsóknarfrestur:

18.06.2019

Auglýsing stofnuð:

03.06.2019

Staðsetning:

Vatnsmýrarvegur 16, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi