Framhaldsnámsstjóri

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands Vatnsmýrarvegur 16, 101 Reykjavík


Laust er til umsóknar fullt starf framhaldsnámsstjóra á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. 

Viðkomandi hefur aðsetur á skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16 og er þar hluti af þjónustukjarna sviðsins. Skrifstofan sér um margvísleg verkefni fyrir sviðið, s.s. alþjóðamál, fjármál, kennslumál, rannsóknaþjónustu, markaðs- og kynningarmál, starfsmannamál o.fl.

Framhaldsnámsstjóri vinnur að því að efla framhaldsnám á Heilbrigðisvísindasviði, hann er í náinni samvinnu við doktorsnámsnefnd sviðsins sem og aðrar rannsóknanámsnefndir sviðsins, umsjónarmenn framhaldsnáms í deildum og Miðstöð framhaldsnáms Háskóla Íslands. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Viðhalda og efla gæði framhaldsnáms í samræmi við reglur og markmið.
 • Leiðbeina og stuðla að tilhögun framhaldsnáms í samræmi við hæfniviðmið og kröfur.
 • Vera tengiliður við miðlæga stjórnsýslu hvað varðar málefni framhaldsnáms sviðsins.
 • Kemur að úrlausn ýmissa nemamála.
 • Skipuleggja námskeið og fræðslu fyrir leiðbeinendur og nemendur í samvinnu við doktorsnámsnefnd og Miðstöð framhaldsnáms.
 • Styður og leiðbeinir um þverfræðilegt nám, skiptinám og alþjóðasamstarf um nám.
 • Viðhalda góðu upplýsingaflæði og samvinnu um framhaldsnám innan sviðs sem utan.
 • Umsjón með skráningu og vistun upplýsinga um framhaldsnám.
 • Umsjón með upplýsingum í kennsluskrá, á vef og í kynningarefni.

Hæfnikröfur

 • Meistarapróf sem nýtist í starfi. Æskilegt er að viðkomandi hafi einnig lokið doktorsprófi.
 • Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði.
 • Mjög góð tök á mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku.
 • Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
 • Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund. 
 • Reynsla af störfum í háskólaumhverfi telst kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
I. Ferilskrá
II. Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
III. Staðfest afrit af prófskírteinum
IV. Upplýsingar um umsagnaraðila

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum verður tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt innan Háskólans í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans: https://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun 

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands 

Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu- og rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education.

Nánari upplýsingar veita:

Inga Þórsdóttir - ingathor@hi.is - 525 4823
Ása Vala Þórisdóttir - asavala@hi.is - 525 4835

Umsóknarfrestur:

07.01.2019

Auglýsing stofnuð:

11.12.2018

Staðsetning:

Vatnsmýrarvegur 16, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Skrifstofustörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi