Forseti viðskiptadeildar

Háskólinn í Reykjavík Menntavegur 1, 101 Reykjavík


Háskólinn í Reykjavík leitar að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu öflugrar viðskiptadeildar. Deildarforseti ber ábyrgð á rekstri deildarinnar og leiðir akademískt starf hennar.

Leitað er að einstaklingi með:

• Hæfni til að vinna að stefnumótun og uppbyggingu liðsheildar.
• Doktorspróf á sviði viðskiptafræði eða skyldra greina.
• Reynslu af stjórnun, rekstri og mannaforráðum.
• Reynslu af rannsóknum og kennslu á háskólastigi.
• Hagnýta reynslu úr atvinnulífi eða af samstarfi við atvinnulífið.
• Reynslu af alþjóðlegum vettvangi.

Innan viðskiptadeildar er fengist við kennslu og rannsóknir í viðskiptafræði, hagfræði og sálfræði. Boðið er upp á nám á BSc-, MSc- og PhD-stigi. Tvær námsbrautir við deildina hafa hlotið alþjóðlega gæðavottun og eru starfsmenn hennar í fremstu röð í rannsóknum. Tæplega 1000 nemendur stunda nám við deildina, fastir starfsmenn eru tæplega 40 talsins auk fjölda stundakennara.

Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Kristinn Jónsson, rektor (ari@ru.is), og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða (sigridureg@ru.is). Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík, radningar.hr.is, fyrir 16. desember 2018. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Akademískar deildir háskólans eru fjórar: Lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3600 í fjórum deildum og starfa um 250 fastir starfsmenn við háskólann auk fjölda stundakennara.

Umsóknarfrestur:

16.12.2018

Auglýsing stofnuð:

28.11.2018

Staðsetning:

Menntavegur 1, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi