Kirkjuvörður

Hallgrímskirkja Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík


Hallgrímskirkja óskar eftir að ráða kirkjuvörð í fullt starf frá áramótum.

Starfið er fjölbreytt og oft annasamt og hentar jafnt konum sem körlum. Meðal verkefna kirkjuvarða eru dagleg umsjón með kirkju auk aðstoðar við helgihald, móttaka á fólki, afgreiðsla í verslun og ýmislegt fleira.

Við leitum að kirkjuverði sem býr yfir góðri tungumálakunnáttu haldbærri tölvukunnáttu, jákvæðni, góðri þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.

Hreint sakarvottorð er skilyrði.

Unnið er alla virka daga kl. 9-17 og aðra hverja helgi.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. Sími: 510 1018. Netfang: sigridur@hallgrimskirkja.is.

Umsóknarfrestur:

17.12.2018

Auglýsing stofnuð:

05.12.2018

Staðsetning:

Hallgrímstorg 1, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi