Sérfræðingur á efnahagssviði

Hagstofa Íslands Borgartún 21A, 105 Reykjavík


Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa í vísitöludeild.

 

Deildin sér um útreikning verðvísitalna, úrvinnslu útgjaldarannsóknar og alþjóðlegan verðsamanburð.

 

Starfið felur í sér vinnu við mælingu og útreikning verðvísitalna og annarrar verðtölfræði. Starfsmaðurinn mun auk þess vinna að þróun á aðferðafræði og framsetningu efnis. Starfið felur einnig í sér samskipti við gagnaveitendur, þjónustu við notendur og kynningu á aðferðafræði. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og fela í sér samskipti við innlenda og erlenda aðila.

 

Hæfniskröfur
Háskólamenntun í verkfræði, tölfræði, stærðfræði, hagfræði eða skyldum greinum.

  • Þekking á vísitölufræðum er kostur
  • Reynsla á vinnslu gagnagrunna (t.d. SQL)
  • Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu og góð tölvukunnátta
  • Geta til að vinna sjálfstætt, skipulega og undir álagi
  • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Góðir greiningarhæfileikar og rökhugsun
  • Nákvæmni og einbeiting
  • Frumkvæði og agi
  • Reynsla af skrifum og framsetningu efnis

 

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2019 og skulu umsóknir berast í pósti á: Starfsumsókn,  Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is.

 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 5281000.

 

Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is

Umsóknarfrestur:

25.03.2019

Auglýsing stofnuð:

11.03.2019

Staðsetning:

Borgartún 21A, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi