Stuðningsfulltrúi - Geitungarnir

Hafnarfjarðarbær Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður


Stuðningsfulltrúi óskast í Geitungana

Geitungarnir óska eftir stuðningsfulltrúa til starfa. Óskað er eftir starfsmanni með fjölbreytta hæfileika og áhuga á að vinna með fötluðu fólki. . Geitungarnir eru nýsköpunar og atvinnuþjálfun fyrir fatlað fólk. Markmið starfsins er að skapa fötluðu fólki aðstæður til að vinna að nýsköpun og nýjum verkefnum. Auka valdeflingu með nýjum leiðum í virkni og atvinnuþátttöku fatlaðs fólks.

Í boði er:

 • Dagvinna
 • Allan daginn eða eftir hádegi
 • 50-100% starfshlutfall.
 • Spennandi og lærdómsríkt starf.
 • Fjölbreytt verkefni.


Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Veita fötluðu fólki stuðning við athafnir daglegs lífs.
 • Fylgja eftir áætlunum og verklagsreglum.
 • Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd.
 • Virkja þjónustunotendur til atvinnu og hina ýmissa tómstunda. 
 • Stuðla að velferð og félagslegum þroska þjónustunnotenda.
 • Vinna eftir lögum og reglugerðum um málefni fatlaðs fólks.


Hæfniskröfur:

 • Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi æskileg.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Þjónustulund og jákvæðni í starfi.
 • Framtakssemi og samviskusemi.
 • Áhugi á að vinna með ungmennum.
 • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks.
 • Aldursskilyrði lágmark 18 ár.
 • Viðkomandi verður að hafa hreint sakavottorð.


Frekari upplýsingar um starfið veita;

 • Þórdís Rúriksdóttir verkefnastjóri thordisru@hafnarfjordur.is


Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2019

 • Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is undir laus störf og óskað eftir að ferilskrá fylgi.
 • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. 
 • Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.

 

Umsóknarfrestur:

20.02.2019

Auglýsing stofnuð:

06.02.2019

Staðsetning:

Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi