Starfsmenn vantar í nýtt & spennandi verkefni

Hafnarfjarðarbær Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður


Leitað er að metnaðarfullu og áhugasömu fólki til starfa. Starfsmenn munu aðstoða fatlaðan einstakling við að halda heimili og lifa sínu lífi. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða aðstoð, vellíðan, virðingu og virk samskipti við íbúa.  Um er að ræða tímabundið starf  á næturvöktum. 

Í boði er:

 • Tímabundin næturvinna.
 • Spennandi og lærdómsríkt starf.
 • Fjölbreytt verkefni.

Helstu verkefni:

 • Veita íbúa stuðning við athafnir daglegs lífs.
 • Fylgja eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum.
 • Starfa samkvæmt hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf.

Hæfniskröfur:

 • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks.
 • Þjónustulund og jákvæðni í starfi.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Framtakssemi og samviskusemi .
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku er nauðsynleg
 • Almenn tölvukunnátta
 • Viðkomandi verður að hafa hreint sakavottorð.
 • Aldursskilyrði 20 ár.

Upplýsingar veitir:

 • Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður
 • Netfang: thordisru@hafnarfjordur.is

 

Umsóknarfrestur er til 31. mars 2019

 • Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og óskað eftir að ferilskrá fylgi.
 • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
 • Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

 

Fjölskylduþjónustan í Hafnarfirði

Umsóknarfrestur:

31.03.2019

Auglýsing stofnuð:

15.03.2019

Staðsetning:

Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Tímabundið


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi