Starfsfólk vantar í nýtt og spennandi verkefni á heimili fatlaðs fólks í sjálfstæðri búsetu
Leitað er að metnaðarfullu og áhugasömu fólki til starfa. Starfsmenn munu aðstoða fatlaðan einstakling við að halda heimili og lifa sínu lífi. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða aðstoð, vellíðan, virðingu og virk samskipti við íbúa. Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á kvöldvöktum, helgarvöktum og næturvöktum.
Í boði er:
- Mismunandi starfshlutföll í boði.
- 20% starf aðra hverja helgi
- 60% starf í kvöld og helgarvinnu
- Spennandi og lærdómsríkt starf.
- Fjölbreytt verkefni.
Helstu verkefni:
- Veita íbúa stuðning við athafnir daglegs lífs.
- Fylgja eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum.
- Starfa samkvæmt hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf.
Hæfniskröfur:
- Áhugi á málefnum fatlaðs fólks.
- Þjónustulund og jákvæðni í starfi.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Framtakssemi og samviskusemi .
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku er nauðsynleg
- Almenn tölvukunnátta
- Viðkomandi verður að hafa hreint sakavottorð.
- Aldursskilyrði 20 ár.
Upplýsingar veitir:
- Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður
- Netfang: thordisru@hafnarfjordur.is
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2019
- Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og óskað eftir að ferilskrá fylgi.
- Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
- Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.
Fjölskylduþjónustan í Hafnarfirði