Þroskaþjálfi - Steinahlíð

Hafnarfjarðarbær Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður


Heimilið Steinahlíð óskar eftir þroskaþjálfa til framtíðarstarfa

Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í starf þroskaþjálfa á heimili fatlaðs fólks. Áhersla er lögð á að íbúum líði vel í þægilegu og öruggu umhverfi heimilisins. Einstaklingsmiðuð aðstoð með áherslu á persónurými og rétt til upplýstrar sjálfsákvörðunar.

Í boði er:

 • Starfshlutfall ca 60%
 • Vaktavinna, helgar og virkir dagar


Helstu verkefni:

 • Sinna faglegu starfi í samstarfi og samráði við forstöðumann og aðra fagaðila
 • Persónulegur stuðningur við íbúa heimilisins
 • Samskipti og samstarf við tengdar stofnanir og aðstandendur


Hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi.
 • Reynsla af skipulagi faglegs starfs á sviði þroskaþjálfunar.
 • Þjónustulund og jákvætt viðmót.
 • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Framtakssemi, sjálfstæði og ábyrgð í starfi.
 • Geta til að bregðast við breyttum aðstæðum. 
 • Leitast við að auka lífsgæði og sjálfstæði fatlaðs fólks og stuðla að valdeflingu þeirra.
 • Almenn góð tölvukunnátta.
 • Hreint sakavottorð.


Upplýsingar um starfið veitir:

 • Matthildur Sigurðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi í síma: 664-5730, netfang: matthildurs@hafnarfjordur.is


Umsóknarfrestur er til 19. febrúar 2019

 • Umsækjandi þarf að geta hafið störf ísíðasta lagi 1. maí en möguleiki að hefja störf fyrr.
 • Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og óskað eftir að ferilskrá fylgi.
 • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. 
 • Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.


Fjölskylduþjónustan í Hafnarfirði

Umsóknarfrestur:

19.02.2019

Auglýsing stofnuð:

05.02.2019

Staðsetning:

Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi