Leikskólastjóri Hraunvallaskóla

Hafnarfjarðarbær Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður


Öflugur og faglegur leiðtogi óskast 

Staða leikskólastjóra við Hraunvallaskóla, leikskóla í Hafnarfirði er laus til umsóknar. Leikskólinn sem er fjögurra deilda hefur verið starfandi frá 1. ágúst 2006. Rými er fyrir um 90 leikskólabörn. Leikskólinn er í náinni samvinnu við grunnskóla Hraunvallaskóla sem er í sama húsnæði. 

Leikskólinn starfar eftir einkunnarorðunum vinátta, samvinna og ábyrgð

Meginhlutverk leikskólastjóra er að stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri leikskólans og að veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. Leitað er eftir einstaklingi sem býr yfir góðum samstarfshæfileikum, er lausnarmiðaður og með skýra framtíðarsýn um öflugt leikskólastarf.

Ráðið verður í stöðu leikskólastjóra frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Menntunar og hæfniskröfur

 • Leikskólakennaramenntun áskilin
 • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða
 • Stjórnunarreynsla áskilin
 • Leiðtogafærni
 • Víðtæk þekking af leikskólastarfi
 • Áhugi á skólaþróun og faglegur metnaður
 • Framúrskarandi samskiptahæfni
 • Þekking á rekstri og opinberri stjórnsýslu
 • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
 • Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum

Nánari upplýsingar veitir Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu, fanney@hafnarfjordur.is 

Umsókn um starfið þarf að fylgja greinagóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, fyrri störfum umsækjanda, menntun, stjórnunarreynslu og hæfni til að sinna starfi leikskólastjóra ásamt afriti af prófskírteini. Umsóknarfestur er til og með 19. maí nk.

Í Hafnarfirði eru íbúar rúmlega 30.000 og rekur bærinn 16 leikskóla og er með þjónustusamning við tvo til viðbótar. Hafnarfjarðarbær er heilsueflandi samfélag og styður við heilsueflingu bæjarbúa með fjölbreyttum hætti.

Markmið Fræðslu- og frístundaþjónustu er að vera faglegt og framsækið forystuafl í mennta-, æskulýðs- og íþróttamálum og veita börnum og fjölskyldum í bænum heildstæða þjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð íbúa að leiðarljósi.

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur:

19.05.2019

Auglýsing stofnuð:

07.05.2019

Staðsetning:

Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi