Kennsla í íslensku á unglingastigi

Hafnarfjarðarbær Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður


Lækjarskóli auglýsir eftir kennara í íslensku á unglingastigi

Í Lækjarskóla eru um 520 nemendur í 1. til 10. bekk. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Lækinn í Hafnarfirði. Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, virðing og öryggi og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Við skólann er rekin sérdeild fyrir nemendur með þroskaraskanir.
Í skólanum er unnið samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum en slæmri hegðun og skapa þannig jákvæðan skólabrag. Stjórnendur skólans leggja mikla áhersla á að byggja upp og viðhalda góðri liðsheild meðal starfsmanna.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra. 
  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum. 
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk. 
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í innleiðingu nýrrar aðalnámskrár.


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf grunnskólakennara. Sérmenntun í kennslugrein æskileg.
  • Reynsla og áhugi á að kenna unglingum og starfa með þeim.
  • Leikni í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
  • Löngun til þess að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Góð íslenskukunnátta.


Umsókn fylgi ferilskrá, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari og annað er málið varðar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Arna B. Arnardóttir, skólastjóri, í síma 664-5865 eða í gegnum netfangið arna@laekjarskoli.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 15. febrúar nk.

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið

Umsóknarfrestur:

15.02.2019

Auglýsing stofnuð:

11.02.2019

Staðsetning:

Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi