Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Hafnarfjarðarbær Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður


Setbergsskóli óskar eftir að ráða bókasafns- og upplýsingafræðing til starfa. Um er að ræða afleysingu vegna fæðingarorlofs.

Setbergsskóli tók til starfa haustið 1989. Í skólanum eru um 400 nemendur í 1. til 10. bekk. Lögð er áhersla á vellíðan nemenda og fjölbreytt námsumhverfi þar sem hver og einn fær að njóta hæfileika sinna. Einkunnarorð skólans eru virðing, víðsýni og vinsemd og grundvallast starf skólans á þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni og samkvæmt hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Við Setbergsskóla er starfrækt sérdeild fyrir börn með einhverfu.

Skólasafn Setbergsskóla er fræðslu-, upplýsinga- og menningarmiðstöð skólans fyrir nemendur og kennara. Þar er fyrir hendi fjölbreytt úrval náms- og kennslugagna auk fræðsluefnis og bóka til yndislestrar. Nám á bókasafni er samþætt öðru námi. Það er einnig hlutverk bókasafnsins að hvetja til upplýsingalæsis. Lestur og lestrarhvatning er mikilvægur þáttur í starfi skólasafnsins enda hefur Setbergsskóli verið skóli læsis um árabil. Markmið okkar er einnig að gera bókasafnið aðlaðandi og umhverfi þess lestrarhvetjandi fyrir nemendur.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Halda utan um starfsemi bókasafnsins.
 • Skráning og flokkun á bókakosti safnsins. 
 • Aðstoða nemendur og starfsfólk við upplýsingaleit og bókaval.
 • Fræðsla um bókasafns- og upplýsingalæsi.
 • Þátttaka í lestrarhvetjandi verkefnum.
 • Þátttaka í innleiðingu spjaldtölva í skólastarf.

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði.
 • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Brennandi áhugi á starfi með börnum og ungmennum. 
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Skipulags- og stjórnunarhæfileikar.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Góð tölvukunnátta.

Nánari upplýsingar um starfið veitir María Pálmadóttir skólastjóri Setbergsskóla í síma 6645880. Senda má fyrirspurnir á maria@setbergsskoli.is.

Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 18. desember nk.

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur:

18.12.2018

Auglýsing stofnuð:

04.12.2018

Staðsetning:

Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Tímabundið


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi