Skrifstofustjóri hjá Grjótnámunni, hlutastarf

Grjótnáman Lokastígur 13, 101 Reykjavík


Viltu starfa á skemmtilegum vinnustað, hafa sveigjanlegan vinnutíma og kynnast frumkvöðlum og rekstri nýrra fyrirtækja? Við leitum að skrifstofustjóra í 60% starf hjá Grjótnámunni sem er nýtt sameiginlegt skrifstofurými (coworking space) í miðbæ Reykjavíkur.

Skrifstofustjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri s.s. að halda rýminu smekklegu og að viðhalda góðri stemningu í húsinu. Viðkomandi hefur yfirumsjón með markaðssetningu á netinu þ.á.m. heimasíðu og samfélagsmiðlum. Að auki sér skrifstofustjóri um að bóka og senda út reikninga. Svo eru ýmis tilfallandi verkefni en mikilvægast af öllu er að viðkomandi hafi áhuga á að þróa og bæta Grjótnámuna. Með starfinu fylgir að sjálfsögðu aðstaða í Grjótnámunni sem viðkomandi getur nýtt utan vinnutíma.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla af þjónustu- og sölustarfi
  • Grunnkunnátta í bókhaldi
  • Áhugi á markaðssetningu á netinu
  • Góð tölvukunnátta
  • Stúdentspróf

Reynsla af rekstri eða stjórnunarstörfum er kostur. Viðkomandi þarf að vera fljótur að læra, láta verkin tala og hafa gaman að lífinu.

 

Um Grjótnámuna

Grjótnáman er sameiginlegt skrifstofurými fyrir fólk í eigin rekstri. Grjótnáman er staðsett í glæsilegu húsi í miðbæ Reykjavíkur og er með 25 skrifborð til útleigu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Frekari upplýsingar á www.grjotnaman.is

Umsóknarfrestur:

12.04.2019

Auglýsing stofnuð:

21.02.2019

Staðsetning:

Lokastígur 13, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Stjórnunarstörf Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi