Þjónustustjóri - Nóri

Greiðslumiðlun ehf Katrínartún 2, 105 Reykjavík


Þjónustustjóri - Nóri vefskráningar- og greiðslukerfi

Greiðslumiðlun leitar að öflugum þjónustustjóra fyrir Nóra.
Nóri er vefskráningar- og greiðslukerfi fyrir íþróttafélög, námskeið, skóla, líkamsræktarstöðvar, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og fleiri.

Starfið felst m.a. í þjónustu og samskiptum við viðskiptavini Greiðslumiðlunar sem nýta sér Nóra kerfið í starfsemi sinni og öflun nýrra notenda að kerfinu.

Helstu verkefni:
- Þjónusta við viðskiptavini
- Sala Nóra kerfisins og tengdra lausna til nýrra viðskiptavina
- Kynning á nýjum lausnum til viðskiptavina
- Eftirfylgni vegna innleiðinga

Hæfnisþættir:
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
- Frumkvæði og drifkraftur
- Jákvæðni og sjálfstæði
- Reynsla af störfum innan íþróttahreyfingarinnar er mikill kostur

Greiðslumiðlun er systurfyrirtæki Motus og mun viðkomandi starfa í höfuðstöðvum Motus ehf. í nýju húsnæði að Katrínartúni 4.
Nánari uppýsingar um starfsemina er að finna á https://greidslumidlun.is/nori/


Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurbjörg D. Hjaltadóttir starfsmannastjóri Motus í s 440 7000.
Umsóknarfrestur er til og með 20. desember. Ráðið verður í starfið sem fyrst.


Vinsamlegast sækið um á heimasíðu okkar á www.motus.is

Umsóknarfrestur:

21.12.2018

Auglýsing stofnuð:

11.12.2018

Staðsetning:

Katrínartún 2, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Skrifstofustörf Sölu- og markaðsstörf Kennsla og rannsóknir Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi