Tæknimaður

Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, 105 Reykjavík


Viltu verða hluti af frábærri liðsheild tæknideildar Grand hótels?

Grand Hótel Reykjavík er stærsta ráðstefnuhótel landsins og okkur vantar liðsmann í teymið.

 

Við leitum að öflugum starfsmanni í uppstillingar á sölum og fundarbúnaði fyrir ráðstefnur og fundi. Um er að ræða fjölbreytt starf í lifandi og síbreytilegu umhverfi.

Vinnutími er 8:00 - 16:00 með fyrirvara um breytingar á vinnutíma ef verkefni krefjast þess.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

 

Hæfniskröfur:

  • Gott auga fyrir rými 
  • Reynsla á tæknimálum (hljóð og mynd)  
  • Almenn tölvukunnátta
  • Frumkvæði og metnaður í starfi
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Snyrtimennska og stundvísi
  • Gott vald á íslensku og ensku                                                                    

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á Unnsteinn@grand.is  merkt:TÆKNIDEILD.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Auglýsing stofnuð:

12.11.2018

Staðsetning:

Sigtún 38, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi