Við leitum að snillingi í teymið okkar!

GORILLA VÖRUHÚS Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík


Við hjá GORILLA VÖRUHÚSI erum að leita að algjörum meistara til að ganga til liðs við teymið okkar.

Gorilla Vöruhús er nýtt og mjög framsækið fyrirtæki sem er að breyta umhverfi fyrir netverslun á Íslandi. Við geymum vörur fyrir netverslanir og heildsölur og afgreiðum beint til viðskiptavina eftir pöntunum. 

Um lagerstarf er að ræða sem mætti helst lýsa sem nútíma verslunarstarfi. Starfið felur í sér að bera ábyrgð á nokkrum netverslunum og tína, pakka inn og afgreiða vörur eftir pöntunum.

Vinnutímar eru alla virka daga frá 08-16.
-

Starfskröfur:

  • Viðkomandi verður að vera ótrúlega hress og skemmtilegur
  • Vera tilbúin/n að axla mikla ábyrgð sem fylgir því sjá um vöruafgreiðslu fyrir margar verslanir.
  • Að hafa hámarks-áhuga og metnað fyrir því að læra alltaf meira, standa sig vel og þroskast með fyrirtækinu. 
  • 20 ára aldurstakmark, reyklaus.

ATH:

Allar umsóknir berist aðeins hér í gegnum Alfreð, umsóknir sem berast í síma eða með tölvupósti eru ekki teknar til greina.

Ef þú hefur áhuga á að fá starfið óskum við eftir því að fá stutt kynningarbréf frá þér í viðhengi, hægt er að senda það með umsókninni í gegnum Alfreð. Kynningarbréf má meðal annars innihalda: Um þig, hvers vegna ættir þú að fá þetta starf og hver eru markmið þín og nærframtíðarplön.

Við hlökkum til að heyra frá þér :) 

Umsóknarfrestur:

17.07.2019

Auglýsing stofnuð:

10.07.2019

Staðsetning:

Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Iðnaðarstörf Stjórnunarstörf Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi