Virðiskeðjustjóri / Vörustjórnun

Gluggasmiðjan Viðarhöfði 3, 110 Reykjavík


Gluggasmiðjan óskar eftir kraftmiklum og jákvæðum virðiskeðjustjóra (e. Supply Chain Manager) sem hefur umsjón með að rétt hráefni, íhlutir og lokavara sé á réttum stað á réttum tíma.

 

Starfssvið:

 • Yfirumsjón með áætlanagerð í framleiðslu
 • Samræming á framleiðslu og innkaupum 
 • Utanumhald um framvindu verka í vinnslu
 • Birgðastjórnun í samráði við lager og innkaup
 • Afleysingar verkstjóra og tæknimanna eftir þörfum
 • Þátttaka í stöðugum umbótum vinnuferla

Hæfniskröfur:

 • Framúrskarandi skipulagshæfileikar
 • Reynsla af framleiðslustjórnun
 • Iðn- eða tæknimenntun æskileg
 • Þekking á teikniforrit og bókhaldskerfi
 • Gott vald á ensku 

Spennandi starf fyrir metnaðarfulla konu eða karl með möguleika á að vaxa í starfi innan fyrirtækis í sóknarhug.  

Gluggasmiðjan hefur í meira en 70 ár þjónað fyrirtækjum og einstaklingum í framleiðslu og viðhaldi á gluggum og hurðum. Afraksturinn er stór hópur ánægðra viðskiptavina sem og fjöldinn allur af fallegum byggingum. Gluggasmiðjan hefur sérhæft sig í framleiðslu og innflutningi á gluggum og hurðum af öllum stærðum og gerðum og úr tré áli og plasti.

Á áratuga ferli höfum við aðlagað okkar vöru að íslenskum aðstæðum og veðurfari.

Við byggjum á reynslu, vörugæðum, öryggi og lipurri þjónustu.

Gluggasmiðjan, rótgróið fyrirtæki í íslenskum byggingariðnaði.

Umsóknarfrestur:

28.07.2019

Auglýsing stofnuð:

06.07.2019

Staðsetning:

Viðarhöfði 3, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf Sérfræðistörf Sölu- og markaðsstörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi