Rekstrarstjóri

Garðlist ehf Tunguháls 7, 110 Reykjavík


Vegna aukinna umsvifa auglýsir Garðlist ehf eftir Rekstrarstjóra.

 Helstu verkefni

 • Skipulag tækja og mannauðs
 • Áætlanagerð og sala
 • Verkefnastjórnun
 • Samskipti við viðskiptavini

Hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af verklegum framkvæmdum
 • Reynsla af stjórnunarstarfi
 • Reynsla af mannaforráðum
 • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Jákvæðni, lausnamiðuð hugsun
 • Lipurð í mannlegum samskiptum er nauðsynleg
 • Góð íslensku og enskukunnátta
 • Bílpróf og hreint sakavottorð er skilyrði

Um dagvinnu er að ræða en má búast við lengri dögum á álagstímum.

Umsóknarfrestur er enginn en starfið er laust strax þannig að þegar rétti einstaklingurinn er fundinn verður auglýsingin tekin úr birtingu.

Garðlist ehf. hefur verið starfandi frá árinu 1989.Fyrirtækið hefur sérhæft sig í viðhaldsþjónustu í  görðum og á grænum svæðum fyrir einstaklinga,  fyrirtæki, húsfélög og bæjarfélög. Fyrirtækið hefur vaxið mikið á þessum tíma og aukið við sig mannskap og verkefni. Garðlist var á síðasta ári valið bæði Fyrirmyndarfyrirtæki ársins og Framúrskarandi fyrirtæki ársins.

Á sumrin starfa um 100 manns hjá fyrirtækinu en á veturna eru rúmlega 40 fastir starfsmenn sem sinna vetrarverkum á borð við snjómokstur,  jólaskreytingar og önnur tilfallandi verk.  

Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess www.gardlist.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Friðrik -> bjorn@gardlist.is eða 775-5026

Auglýsing stofnuð:

07.06.2019

Staðsetning:

Tunguháls 7, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi