Garðaskóli auglýsir eftir íþróttakennara

Garðabær Garðatorg 7, 210 Garðabær


Vegna forfalla auglýsir Garðaskóli eftir íþróttakennara í tímabundna 80-100% stöðu.

Garðaskóli í Garðabæ er unglingaskóli þar sem um 510 nemendur stunda nám í 8.-10. bekk. Gildi skólans eru frelsi, ábyrgð, vellíðan og árangur. Í skólanum er lögð áhersla á að starfsfólk sérhæfi sig í vinnu með unglingum. Skólabragur markast af hugmyndafræðinni Uppeldi til ábyrgðar og nánu samstarfi við félagsmiðstöðina Garðalund. Innan skólans er áhersla lögð á heilsueflingu, jafnrétti, lýðræðisleg vinnubrögð og taka nemendur, forráðamenn og starfsfólk virkan þátt í að móta starfið og framtíðarsýn. Starfsfólk Garðaskóla hefur í gegnum árin tekið þátt í fjölbreyttum skólaþróunarverkefnum og alþjóðlegu samstarfi. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni: www.gardaskoli.is.

Starfssvið:
Íþróttadeild Garðaskóla leggur áherslu á fagleg vinnubrögð og fjölbreytta kennsluhætti. Íþróttakennarar vinna með öllum nemendum skólans og kenna jafnt úti sem inni. Íþróttakennarar skólans hafa frumkvæði að heilsueflingu innan skólans og stýra teymi í þeim efnum. Auk þess að kenna íþróttir sinnir kennarinn daglegum samskiptum og stuðningi við nemendur, er í samstarfi við foreldra og starfsfólk skólans, tekur þátt í reglulegu uppbroti á skólastarfi og vinnur að framþróun skólanámskrár.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi
  • Sérhæfing í íþróttakennslu
  • Hæfnipróf í sundi er æskilegt
  • Fjölbreytt reynsla af íþróttakennslu og/eða þjálfun
  • Fjölbreytt reynsla af vinnu með unglingum
  • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Ákveðni, jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar
  • Góð færni í íslensku, töluðu og rituðu máli


Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí 2019. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan ágúst.


Nánari upplýsingar um starfið veita Brynhildur Sigurðardóttir skólastjóri í síma 820 8592 og á netfangi brynhildur@gardaskoli.is og Ingibjörg Anna Arnarsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 892 2289 og á netfangi ingibjorg@gardaskoli.is.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag grunnskólakennara.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

Umsóknarfrestur:

24.07.2019

Auglýsing stofnuð:

01.07.2019

Staðsetning:

Garðatorg 7, 210 Garðabær

Starfstegund:

Tímabundið


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi