Skoðunarmaður við ástandsskoðun

Frumherji Klettháls 1A, 110 Reykjavík


Frumherji auglýsir eftir skoðunarmanni í nýja og glæsilega ástandsskoðunarstöð fyrirtækisins að Kletthálsi 1A í Reykjavík. Við leitum að áreiðanlegum starfskrafti með ríka þjónustulund. Mikilvægt er að viðkomandi hafi faglegan metnað og sé tilbúinn að bæta þekkingu sína og hæfni til þess að takast á við krefjandi starf.

Starfið

  • Ástands- og söluskoðun bifreiða
  • Skráningar í tölvu og skýrsluvinnsla
  • Önnur tilfallandi störf
  • Vinnutími virka daga frá 8-17

Hæfniskröfur

  • Nám í bifvélavirkjun, vélvirkjun eða sambærileg þekking
  • Reynsla af ástandsskoðunum bifreiða æskileg
  • Færni til að vinna á tölvu
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Nákvæmni í vinnubrögðum og sjálfstæði í starfi
  • Almenn ökuréttindi

Hægt er að sækja um starfið á heimasíðu Frumherja hf. Einnig hægt að senda umsóknir á starf@frumherji.is. Sigríður verkefnastjóri/starfsmannamál veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 570 9144.
 

Öllum umsóknum verður svarað og þær meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Auglýsing stofnuð:

15.05.2019

Staðsetning:

Klettháls 1A, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi