Skipaskoðun / löggildingar mælitækja

Frumherji Klettháls 1A, 110 Reykjavík


Frumherji hf. leitar eftir starfsmanni til starfa við skipaskoðanir og löggildingu mælitækja.

Í boði er fjölbreytt starf hjá traustu fyrirtæki með góðan starfsanda.

Starfið er tvíþætt:

  1. Lögbundin skoðun skipa/báta allt að 400 brúttótonn að stærð.
  2. Löggilding á vogum og öðrum mælitækjum.

Viðskiptavinir Frumherja eru staðsettir um allt land og starfinu fylgja talsverð ferðalög.

Starfsmaður mun hljóta góða tæknilega þjálfun í skoðunum og löggildingum í upphafi starfs.

Hæfniskröfur

Þarf að uppfylla a.m.k. eitt af eftirtöldum skilyrðum:

  • Atvinnuskírteini yfirvélstjóra sem heimilar honum að taka að sér starf um borð í skipi þar sem afl aðalvélbúnaðar er 3.000 kW eða meira (sbr. STCW-regla III/2) og hafa starfað til sjós í fimm ár að minnsta kosti sem yfirmaður í vélarúmi.
  • Iðnmenntun og meistararéttindi á viðkomandi sviði (svo sem: vélvirkjun, skipasmíði, plötusmíði, rafvirkjun eða sambærileg menntun) og unnið sem slíkur í fimm ár að minnsta kosti.
  • Atvinnuskírteini skipstjóra sem heimilar honum að stjórna skipi sem er 1.600 brúttótonn að stærð eða meira (sbr. STCW-regla II/2) og hafa starfað til sjós í fimm ár að minnsta kosti sem yfirmaður á þilfari.

Aðrar kröfur

  • Ökupróf er skilyrði, meirapróf er kostur.
  • Rík þjónustulund og jákvæðni í starfi.
  • Nákvæmni í vinnubrögðum og sjálfstæði í starfi.
  • Almenn tölvukunnátta.
  • Færni í rituðu máli.

Umsóknir

Hægt er að sækja um starfið á heimasíðu Frumherja hf. Einnig er hægt að senda umsóknir á Hallgrím Hallgrímsson tæknistjóra Prófunarstofu, hallgrimur@frumherji.is sem veitir frekari upplýsingar um starfið í síma: 5709264.

Öllum umsóknum verður svarað og þær meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur:

20.01.2019

Auglýsing stofnuð:

07.01.2019

Staðsetning:

Klettháls 1A, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi