Sumarstörf í verslunum Fríhafnarinnar

Fríhöfnin Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær


Ein vinsælasta verslunin í flugstöðinni óskar eftir að ráða starfsfólk í sumarafleysingar 2019

Um er að ræða sumarstörf í verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Leitað er að þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eiga auðvelt með að nálgast fólk, hafa lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi.

 

 

Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins og áfyllingum í verslun.

Unnið er í vaktavinnu.

Hæfniskröfur:

  • Söluhæfileikar og rík þjónustulund
  • Reynsla af verslunarstörfum er kostur 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Gott vald á íslenskri og enskri tungu 

  

Við bjóðum upp á fríar rútuferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu.

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf um miðjan maí og starfað fram yfir miðjan ágúst.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2019

Umsóknarfrestur:

31.03.2019

Auglýsing stofnuð:

22.02.2019

Staðsetning:

Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi