

Framleiðslustarf í Rannsókna- og þróunarsetri Bláa Lónsins
Spennandi starf við framleiðslu í Rannsókna- og þróunarsetri Bláa Lónsins í Svartsengi er í boði fyrir öflugan og lausnamiðaðan einstakling. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni tengd vinnslu lífvirkra efna úr jarðsjó auk umsjónar með ýmsum tækjabúnaði. Um er að ræða tækifæri til að vinna að nýsköpun og hagnýtingu náttúruauðlindar sem á sér enga hliðstæðu.
Menntun, reynsla og hæfniskröfur:
- Efnafræði, tæknimenntun eða önnur menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
- Lyftararéttindi
- Reynsla af framleiðslustörfum er kostur
- Reynsla af rekstri og umsjón tækjabúnaðar er kostur
- Gott verkvit og hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi
- Gott vald á íslensku og/eða ensku
- Almenn tölvukunnátta
- Góð líkamleg heilsa
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
Bláa Lónið er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem nýsköpun og sífelld þróun eru í forgrunni. Starfið felur í sér fjölbreyttar og krefjandi áskoranir ásamt fríðindum svo sem heilsuræktarstyrk og aðgang að öflugu starfsmannafélagi.
Starfsstöðin er í Rannsókna- og þróunarsetri Bláa Lónsins í Svartsengi.
Bláa Lónið starfar samkvæmt vottaðri gæðastjórnun ISO 9001:2015, öryggisstjórnun ISO 45001 og umhverfisstjórnun ISO 14001 sem tryggja fagleg vinnubrögð, öryggi starfsfólks og virðingu fyrir umhverfinu
Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2025.
Nánari upplýsingar um starfið veita mannauðssérfræðingar Bláa Lónsins í síma 420-8800.
Íslenska
Enska










