Viltu byggja upp nýtt og spennandi fyrirtæki?

Frami Lokastígur 13, 101 Reykjavík


Við leitum að tveimur nýjum starfsmönnum: markaðsfulltrúa og framleiðanda

Markmið Frama er að gera hverjum sem er kleift að bæta við sig nýrri þekkingu og hæfileikum. Við trúum því að menntun eigi að vera aðgengileg alla ævi án þess að krefjast mikillar fyrirhafnar eða fjárútláta.

Frami er nýtt fyrirtæki í hraðri uppbyggingu. Með nýju starfsfólki viljum við ná til fleira fólks og auka framboð hágæða námsefnis.

-----

Markaðsfulltrúi

Helstu verkefni

 • Textaskrif: fjölbreytt skrif fyrir auglýsingar, bloggfærslur, vefsíðu, samninga og markpósta
 • Markaðsstarf: gerð nýrra markaðsherferða, greining á nýjum dreifileiðum, bestun herferða með helstu verkfærum netmarkaðssetningar
 • Opnun nýrra námskeiða: uppsetning og textaskrif á námskeiðssíðum, gerð kynningarefnis eins og t.d. hlaðvarpsþátta og bloggfærslna og fréttabréfs
 • Þáttaka í öðrum hlutum rekstrarins: hugmyndir að nýjum námskeiðum, aðstoð við framleiðslu, stuðningur við nemendur auk stefnumótunar

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Stúdentspróf
 • Gott vald á íslenskri tungu í rituðu máli
 • Þekking á Photoshop, Illustrator, HTML og CSS
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og hæfileikar til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni

-----

Framleiðandi

Helstu verkefni

 • Framleiðsla nýrra námskeiða: samskipti við kennara, upptökustjórn, kvikmyndataka, hljóðvinna, lýsing og hönnun leikmyndar
 • Eftirvinnsla: klipping námskeiða og markaðsefnis (t.d. trailerar og úrklippur), litaleiðrétting, hljóðblöndun, gerð milliskilta og annars myndefnis fyrir myndbönd
 • Hugmyndavinna fyrir ný námskeið og samskipti við mögulega kennara
 • Þáttaka í öðrum hlutum rekstrarins: aðstoð í markaðsmálum, stuðningur við nemendur auk stefnumótunar

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Stúdentspróf
 • Góð færni á klippiforrit eins og Adobe Premiere Pro eða Final Cut Pro
 • Listrænt auga þegar kemur að kvikmyndatöku, lýsingu, leikmyndarhönnun og grafík
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Nákvæmni og samviskusemi
 • Frumkvæði og hæfileikar til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni

-----

Um er að ræða full störf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í október en upphafsdagur er umsemjanlegur.

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á starf@frami.is. Vinsamlegast tilgreindu hvort starfið þú sækir um í titli tölvupóstsins.

Umsóknarfrestur er til og með 8. september 2019.

Auglýsing stofnuð:

14.08.2019

Staðsetning:

Lokastígur 13, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Skrifstofustörf Upplýsingatækni Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi