Fjölbreytt starf ritara á lögmannsstofu

FOCUS Lögmenn - G.Jónsson & Partners Austurströnd 1, 170 Seltjarnarnes


FOCUS Lögmenn - G.Jónsson & Partners auglýsa eftir ritara/ skrifstofustarfsmanni á innheimtusviði

Um er að ræða 60-100% starf eftir samkomulagi í framtíðarstarf.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst 

Starfssvið:

·      Skjalastjórnun; móttaka og skráning innkominna erinda og beiðna

·      Upplýsingagjöf til viðskiptamanna og greiðenda

·      Svörun fyrirspurna frá viðskiptavinum og greiðendum  

·      Móttaka og miðlun greiðslna

·      Greiðslumiðlun, afstemmingar og reikningagerð

·      Ábyrgð á afstemmingum, gerð fylgiskjala í bókhald og gagnaskilum til bókara og endurskoðanda

·      Önnur almenn ritara - og skrifstofustörf og tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

·       Góð færni í word og excel og góð þekking á notkun Microsoft Outlook umfram póstsendingar

·       Mjög góð íslensku og enskukunnátta auk þess sem skilningur á norðurlandatungumálum er ófrávíkjanlegt skilyrði

·       Talnagleggni og nákvæm vinnubrögð

·       Samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund

·       Mjög góð skipulagshæfni er skilyrði og reynsla af skjalastjórnun mikill kostur

·       Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

·       Geta til að vinna undir álagi

·       Skilyrði er að viðkomandi hafi bíl til umráða

·       Reynsla og þekking á innheimtu krafna og reynsla af störfum lögmannsstofu gríðarlegur kostur

Umsóknir og ferilskrár óskast sendar á ráðningarkerfi Alfreðs.

Umsóknarfrestur:

14.07.2019

Auglýsing stofnuð:

04.07.2019

Staðsetning:

Austurströnd 1, 170 Seltjarnarnes

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi