Ertu gestrisin(n) og viltu hlutastarf?

FlyOver Iceland Fiskislóð 31, 101 Reykjavík


Við hjá FlyOver Iceland erum að leita að framtíðar starfsfólki í hlutastarf til að sinna fjölbreyttu starfi í afþreyingarfyrirtæki sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi. 

 Við erum að leita að þér ef þú.....

/      Býrð yfir frábærum  samskiptahæfileikum.

/      Ert sveigjanleg(ur) til að takast á við mismunandi verkefni.

/      Hefur getu til að vinna í hópi.

/      Ert tilbúin(n) til að vinna vaktavinnu.

/      Hefur gott auga fyrir smáatriðum.

/      Hefur framúrskarandi þjónustulund.

/      Ert með góða enskukunnáttu

      ( öll önnur tungumálakunnátta er einnig mikill kostur).

/      Hugsar í lausnum og ert jákvæð(ur).

 

Öll reynsla í starfi tengt ferðaþjónustu eða öðru sambærilegu er góður kostur.

FlyOver Iceland er afþreyingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í einstakri upplifun fyrir þá sem vilja sjá Ísland á ógleymanlegan hátt. Gestir ferðast um Ísland í mögnuðu sýndarflugi sem lætur engan ósnortin. Sérhönnuð bygging við Fiskislóð í Reykjavík hefur verið byggð fyrir upplifunina. Í húsinu eru auk sýndarflugsins tvær minni sýningar sem gera menningu Íslands og sögu hátt undir höfði, þar er einnig kaffihús og verslun með sérvaldar íslenskar vörur.

 

Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf.

 

Umsóknarfrestur:

12.07.2019

Auglýsing stofnuð:

04.07.2019

Staðsetning:

Fiskislóð 31, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi