Hlutastarf og/eða helgarvinna

Flying Tiger Copenhagen Kringlan 4-12, 103 Reykjavík


 

Ímyndaðu þér vinnu þar sem þú hlakkar ekkert sérstaklega til að vaktin þín sé búin, á vinnustað fullum af svölu dóti og með skemmtilegu samstarfsfólki. Þar sem viðskiptavinirnir eru glaðir og kátir. Þannig er þetta hjá Flying Tiger Copenhagen og við viljum gjarnan fá þig til að vinna með okkur.

Við viljum að það sé gaman í Flying Tiger Copenhagen – hvort sem um viðskiptavini eða starfsfólk er að ræða. Ert þú týpan sem getur gert heimsókn í Flying Tiger Copenhagen að skemmtun, haldið hillunum hreinum og fínum, fyllt þær af spennandi vörum og passað upp á að búðirnar okkar séu alltaf í toppstandi og aðlaðandi? Kemur ekki of seint og finnst gaman að hafa nóg að gera?

Við leitum að starfsfólki í 80% starfshlutfall í nokkrar af verslunum okkar á höfuðborgarsvæðinu. Möguleiki á aukavinnu. Æskilegt er að geta hafið störf sem fyrst.

Auk þess leitum við að hressu helgarstarfsfólki. 

Ef þér finnst gaman að vera í smá hasar og líst vel á hugmyndafræði Flying Tiger Copenhagen, þá trúum við því að þú gætir orðið okkar næsti starfsmaður í einhverri af verslunum okkar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki bíða! Sendu inn umsókn. Ef þú vilt meiri upplýsingar er þér velkomið að hafa samband við Sóley í síma 772 1813.

Umsóknarfrestur:

18.07.2019

Auglýsing stofnuð:

04.07.2019

Staðsetning:

Kringlan 4-12, 103 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi