Flakkari
Flakkari
Finnst þér gaman að flakka á milli starfsstöðva og koma til bjargar á hverjum degi?
Ef svo er þá erum við hjá Skólamat með starf fyrir þig! 😊
Skólamatur leitar eftir “flakkara” í 100% fast starf sem flakkar á milli starfsstöðva í leik og grunnskólum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu og sér um afleysingar ef upp koma veikindi eða önnur forföll.
Vinnutíminn er sveigjanlegur og getur verið á milli 7-16 mánudaga til föstudaga.
Viðkomandi þarf að vera með bílpróf og bíl til umráða.
Starfið felst í undirbúningi og afgreiðslu máltíða og frágangi ásamt léttum þrifum í eldhúsinu.
Hæfniskröfur:
· Reynsla úr sambærilegu starfi kostur
· Góð íslenskukunnátta
· Jákvæðni, sveigjanleiki, snyrtimennska, stundvísi og lausnamiðuð hugsun
Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.
Óskað er eftir að starfsmaður geti hafið störf 6.ágúst n.k.
Fyrirspurnir um starfið berist á radningar@skolamatur.is.
Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á máltíðum fyrir mikilvægasta fólkið.