Sérfræðingur í opinberum fjármálum

Fjármála og efnahagsráðuneytið Reykjavík, 101 Reykjavík


Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að sérfræðingi til að sinna verkefnum á sviði opinberra fjármála. Starfið felst í áætlanagerð hins opinbera ásamt  greiningar- og stefnumótunarvinnu í samstarfi við lykilaðila í opinberum fjármálum.

Starfið er á skrifstofu opinberra fjármála sem hefur yfirumsjón með stefnumörkun og áætlanagerð í opinberum fjármálum, annast verkstjórn, ráðgjöf og eftirlit með gerð fjármálaáætlunar og fjárlaga og ber ábyrgð á samhæfingu opinberra fjármála. Í boði er áhugavert starf á krefjandi og skemmtilegum vinnustað.

Á skrifstofu opinberra fjármála eru 12 störf en í ráðuneytinu öllu eru um 90 starfsmenn, flestir háskólamenntaðir.

Starfssvið

  • Þátttaka í gerð fjármálaáætlunar og fjárlagafrumvarps.
  • Gagnavinnsla og greining á horfum og þróun til lengri tíma.
  • Framsetning upplýsinga og kynning á stöðu opinberra fjármála fyrir innlendum og erlendum aðilum.
  • Upplýsingaöflun og áætlanagerð um markmið og horfur í opinberum fjármálum.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. í hagfræði, viðskiptafræði eða verkfræði.  
  • Þekking á fjármálum og áætlanagerð.
  • Mjög góð almenn tölvufærni.
  • Kunnátta til að miðla tölulegum upplýsingum með greinargóðum og skýrum hætti.
  • Lausnamiðuð hugsun, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, auk hæfileika til að taka virkan þátt í teymisvinnu.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er nauðsynlegt.

Allir áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Um tvö störf getur verið að ræða. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Umsóknarfrestur er til og með 12. júní 2019

Hægt er að  sækja um starfið á vef Starfatorgs.

Nánari upplýsingar veita Björn Þór Hermannsson skrifstofustjóri á skrifstofu opinberra fjármála (bjorn.thor.hermannsson@fjr.is) og Aldís Stefánsdóttir mannauðsstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins (aldis @fjr.is).

Umsóknarfrestur:

12.06.2019

Auglýsing stofnuð:

25.05.2019

Staðsetning:

Reykjavík, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi