Gestamóttökustjóri

First Hotel Kópavogur Hlíðasmári 5, 201 Kópavogur


First Hotel Kópavogur er nýtt og notalegt hótel á besta stað í Kópavogi, með 102 herbergi, bar og morgunverðarsölu. Hótelið leitar að metnaðarfullum, þjónustulunduðum og skemmtilegum starfsmanni sem hefur gaman af fjölbreyttum verkefnum, í 100% starf gestamóttökustjóra. Gestamóttökustjóri ásamt öðrum yfrmanni þarf einnig að leysa hótelstjóra af í fæðingarorlofi sem hefst í byrjun sumar.

Helstu verkefni:

 • Starfsmannahald og skipulagning á vöktum
 • Þjálfun starfsfólks
 • Afgreiðsla, bókanir og símsvörun
 • Reikningagerð og dagleg uppgjör
 • Innkaup
 • Gæðaeftirlit á þjónustuþáttum
 • Og margt fleira

Menntun og hæfniskröfur

 • Haldbær reynsla af gestamóttökustörfum
 • Reynsla af starfsmannastjórnun
 • Einstök þjónustulund og glaðværð
 • Mikil samskipta- og skipulagshæfni
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og ábyrg
 • Fagmannleg framkoma og snyrtimennska
 • Góð íslensku og ensku kunnátta
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Áhugi og metnaður á starfsframa innan hótelgeirans
 • Menntun á sviði ferðaþjónustu eða hótelstjórnunar er kostur
 • Hreint sakavottorð

First Hotels setja fólk í fyrsta sæti og einkunnarorð okkar eru „Joy, Care & Innovation.“

Ef þér þykir starfið spennandi og getur byrjað sem fyrst máttu endilega senda okkur umsókn ásamt ferilskrá til: loa.thorsteinsdottir@firsthotels.com

 

 

Auglýsing stofnuð:

13.03.2019

Staðsetning:

Hlíðasmári 5, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi