Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Sæmundargata 10, 101 Reykjavík


Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra markaðs- og kynningarmála.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Skipulagning og utanumhald viðburða og kynninga Viðskiptafræðideildar s.s. ráðstefnur og fyrirlestrar 
 • Aðkoma að gerð markaðssamskiptaáætlana og stefnumótun 
 • Umsjón með útgáfu kynningarefnis 
 • Almenn aðstoð og ráðgjöf vegna markaðs- og kynningarmála 
 • Teymisvinna í markaðsteymi Félagsvísindasviðs

Hæfnikröfur

 • Háskólagráða í markaðsfræði eða á sviði viðskiptafræða 
 • Reynsla af gerð markaðsefnis og miðlunar er kostur 
 • Góð þekking og reynsla af vinnu við samfélagsmiðla 
 • Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum 
 • Mjög góð íslenskukunnátta í rituðu og töluðu máli 
 • Góð enskukunnátta í rituðu og töluðu máli 
 • Nákvæmni, frumkvæði og metnaður í starfi

Nánari upplýsingar veitir Ingi Rúnar Eðvarðsson - ingire@hi.is - 525 5176.

Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans, sjá hér: https://www.hi.is/node/303261#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Á Félagsvísindaviði starfa á þriðja hundrað manns við stjórnsýslu, kennslu og rannsóknir. Starfsmenn sviðsins starfa ýmist í stjórnsýslu, stofnunum eða í deildum en þær eru Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Félagsráðgjafardeild, Hagfræðideild, Lagadeild, Stjórnmálafræðideild og Viðskiptafræðdeild.

Vísindafólk sviðsins stundar grunnrannsóknir, hagnýtar rannsóknir og þjónusturannsóknir og lögð er áhersla á fjölbreytta miðlun þekkingar, öflugar samræður við íslenskt samfélag og alþjóðlega fræðasamfélagið.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands með stórt og fjölbreytt safn rannsóknarverkefna. Háskóli Íslands veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education.

Umsóknarfrestur:

17.12.2018

Auglýsing stofnuð:

29.11.2018

Staðsetning:

Sæmundargata 10, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi