Frístundaleiðbeinandi / Frístundaráðgjafi

Félagsmiðstöðin Hellirinn Kleifarsel 18, 109 Reykjavík


Félagsmiðstöðin Hellirnn leitar að frístundaleibeinendum/Frístundaráðgjöfum til starfa! Starfið hentar mjög vel meðfram háskólanámi.

  https://www.youtube.com/watch?v=r_MHO4hV_Qk 

Hellirinn er starfræktur fyrir ungmenni, 10-16 ára, með fötlun sem eru búsett í Breiðholti, Árbæ og Norðlingaholti. Hann er opinn alla virka daga frá því að skóla lýkur og til klukkan 17:00. Markmið Hellisins er að vinna gegn félagslegri einangrun fatlaðra barna og unglinga. Starfið er einstaklingsmiðað og taka börnin og unglingarnir þátt í að móta dagskrána.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 10-16 ára börn og unglinga í sértæku starfi.  
  • Að veita ungmennum með sértækar þarfir leiðsögn og stuðning  
  • Framfylgir stefnu skóla- og frístundasviðs í málefnum frítímans.  
  • Samráð og samvinna við börn, unglinga og annað starfsfólk.   
  • Samskipti og samstarf við foreldra.  

Hæfniskröfur

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.  
  • Áhugi á að vinna með ungmennum í sértæku félagsmiðstöðvarstarfi.  
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.  
  • Færni í samskiptum.  
  • Góð íslenskukunnátta

 

Í boði eru hlutastörf, 20 -50%, 2-5 daga vikunnar frá kl: 13:30-17 á daginn

Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

 

Nánari upplýsingar veitir Eva Helgadóttir, forstöðumaður Hellisins í síma 664-7684 og í tölvupósti eva.helgadottir@reykjavik.is

 

Umsóknarfrestur:

22.02.2019

Auglýsing stofnuð:

08.02.2019

Staðsetning:

Kleifarsel 18, 109 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi