Starf í fjármáladeild - starf með námi

Félagsbústaðir Hallveigarstígur 1, 101 Reykjavík


Starf í fjármáladeild – starf með námi

Félagsbústaðir hf. er sjálfstætt starfandi fasteignafélag í eigu Reykjavíkurborgar.  Það á, rekur og leigir út ríflega 2.500 íbúðir í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 23 manns. Félagið er staðsett miðsvæðis í Reykjavík og er vottað í hóp framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi undanfarin 4 ár af Credit Info.

Nánari upplýsingar um félagið má finna á heimsíðu þess www.felagsbustadir.is

Félagsbústaðir leita að starfsmanni í fjármáladeild félagsins í hlutastarf t.d. með námi.

 

Starfssvið og helstu verkefni

-  Bókun innkaupareikninga

-  Bókun hússjóðs

-  Tilfallandi bókhaldsverkefni

-  Undirbúningur uppgjörs og uppgjörsverkefni

-  Önnur tilfallandi verkefni

 

Hæfniskröfur

-  Viðskiptamenntun og stúdentspróf

-  Þekking á reikningshaldi

-  Jákvætt viðmót og þjónustulund

-  Kunnátta í Agresso/Unit4 er kostur ekki nauðsyn

Starfið myndi henta vel t.d. meistaranema í reikningshaldi og endurskoðun og eða fjármálum.

Umsóknarfrestur:

31.12.2018

Auglýsing stofnuð:

17.12.2018

Staðsetning:

Hallveigarstígur 1, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi