Ferðaskrifstofa Ferðaráðgjafi

Eskimos Iceland Skútuvogur 1, 104 Reykjavík


Eskimos Ísland leitar að metnaðarfullum og snjöllum einstaklingi til starfa í söludeild fyrirtækisins.

Við sérhæfum okkur í að búa til upplifanir fyrir ferðamenn á Íslandi,  allt frá einstaklings miðuðum ferðum, hópum í öllum stærðum og einnig erum við í samvinnu við utanaðkomandi ferðaskrifstofur. Við bjóðum með stollti gæða ferðþjónustu þar sem sölufólkið okkar og leiðsögumenn eru vel upplýst og skuldbundin sínu starfi.

Okkar megin fókus eru sérferðir með einka leiðsögumönnum en við erum einnig vel teng markaðnum og öðrum birgjum sem gefur okkur kost á enn betri þjónustu fyrir ferðamennina okkar, vitandi að þau séu í góðum höndum. Við elskum óhefðbundnar hugmyndir og öðruvísi verkefni og áskoranir! 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Skipuleggja og selja ferðapakka í samræmi við kröfur viðskiptavina og búa til hinar fullkomnu ferðir m.v. árstíð, kostnað og aðrar gefnar forsendur
 • Tryggja að seldir ferðapakkar standist kröfur viðskiptavina. 
 • Umsjón með rukkun og greiðslum. 
 • Meðhöndla ófyrirséð vandamál og kvartanir. 
 • Viðhalda góðu samstarfi við okkar tryggustu umboðsaðila um allan heim (þjálfun, email samskipti, heimsóknir o.s.frv.) 
 • Útvega viðskiptavinum og öðrum umboðsaðilum viðeigandi upplýsingar og ferðagögn. 
 • Fara í ferðir, til að viðhalda þekkingarstigi og öðlast sérþekkingu. 
 • Þáttaka í áframhaldandi vexti og viðskiptaþróun fyrirtækisins. 

Hæfniskröfur:

 • Nákvæmni, áreiðanleiki og stundvísi. 
 • Mjög góð ensku kunnátta – Bæði rituð og töluð – Önnur tungumálakunnátta er kostur. 
 • Færni í notkun á algengum hugbúnaði sem tengist skrifstofustörfum eins og Outlook, Word og sérstaklega Excel. 
 • Frumkvæði, dugnaður og sköpunargleði.
 • Félagslyndi og jákvætt viðmót. 
 • Hæfni til að vinna vel undir álagi þegar þess þarf. 
 • Reynsla úr ferðaþjónustu er kostur
 • Háskólamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi er kostur

Vinsamlegast athugið að starfinu fylgja stuttar helgarvaktir og mögulega nokkra daga vinnuferðir.

 Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar

Nánari upplýsingar veitir Jean-Didier RAOUL hjá Eskimos jean@eskimos.is.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að sækja um með alfreð prófíl en mikilvægt er að ferilskrá og kynningarbréf fylgi umsókn

Auglýsing stofnuð:

09.01.2019

Staðsetning:

Skútuvogur 1, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi