Verkstjóri í móttöku drykkjarumbúða

Endurvinnslan Skútahraun 11, 220 Hafnarfjörður


Endurvinnslan leitar að öflugum verkstjóra. 

Við leitum að kraftmiklum einstakling með ríka þjónustulund og góða skipulags hæfileika til að stýra nýrri starfsstöð Endurvinnslunnar í Hafnarfirði. 

Um er að ræða framtíðarstaf.

Starfið felur í sér almennt skipulag á starfsemi starfsstöðvarinnar ásamt umsjón með vélbúnaði og þjónustu við viðskiptavini. 

Helstu verkefni 

  • Skipulag verkefna 
  • Umsjón með mönnun starfsstöðvar í samráði við rekstrarstjóra
  • Þjónusta og samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila. 
  • Viðhald á tækjum og búnaði.

Hæfniskröfu

  • Reynsla af verkstjórn og starfsmannamálum 
  • Reynsla og þekking á viðhaldi vél og tækjabúnaðar. 
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum 
  • Lyftarpróf J réttindi. 

Endurvinnslan hf. var stofnuð árið 1989, skv. lögum nr. 52/1989. Ástæða stofnunar félagsins var náttúru- og umhverfisvernd. Endurvinnslan sér um móttöku, ásamt umboðsmönnum sínum, allra einnota drykkjarvöruumbúða hérlendis, greiðir út skilagjald þeirra, undirbýr þær til útflutnings og selur til endurvinnslu. 58 starfstöðvar starfa fyrir félagið um allt land. Frá því fyrirtækið hóf starfsemi hefur árangur söfnunar verið með því besta sem gerist og hefur verið að nálgast 90% skil á ársgrundvelli. Endurvinnslan hefur virka umhverfisstefnu og er með ISO 14001 vottun. Jafnframt er Endurvinnslan með jafnlaunavottun.   

 

Umsóknarfrestur:

05.04.2019

Auglýsing stofnuð:

14.03.2019

Staðsetning:

Skútahraun 11, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf Stjórnunarstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi