Starfsmaður í vefverslun ELKO – Fullt starf

ELKO Skarfagarðar 2, 104 Reykjavík


Vefverslun ELKO er ört vaxandi deild innan fyrirtækisins og verkefnin því margvísleg. Starfsfólk í vefverslun gegna því lykilhlutverki að pantanir berist fljótt og örugglega til viðskiptavina.

Sem starfsmaður í vefverslun ert þú að sinna tiltekt, afgreiðslu og pökkun á pöntunum. Til þess þarftu oft að geta sýnt frumkvæði, geta tekist á við krefjandi verkefni og hugsað í lausnum. Starfsfólk í vefverslun sinna einnig útkeyrslu á pöntunum og því þarft þú bæði að kunna keyra bíl og hafa auðvitað líka gilt bílpróf.

Um fullt og ótímabundið starf er að ræða og er vinnutíminn ýmist 08:00 – 16:00 eða 09:00 – 17:00 alla virka daga og hentar því sérstaklega vel fyrir hressa og ferska morgunhana. Einstaka vaktir um helgar og lengri vaktir um virka daga eru tilfallandi og þær vaktir þá gerðar í samráði við starfsfólk.

Að vinna í ELKO er skemmtilegt og í senn krefjandi. Sem starfskraftur hjá okkur ert þú hluti af stórri liðsheild. Með vinnusemi og áræðni getur þú líka náð langt hjá okkur – því við elskum að veita því starfsfólki tækifæri sem standa sig vel í starfi. 

Þitt verkefni hjá okkur er að gera viðskiptavini okkar 100% ánægða á hverjum degi - og hafa gaman á meðan.

Hæfniskröfur:

  • 20 ára og eldri
  • Rík þjónustulund
  • Finnast gaman í vinnunni
  • Reynsla af NAV er kostur en ekki nauðsyn
  • Hugmyndarík(ur) og geta unnið sjálfstætt
  • Geta sýnt frumkvæði í starfi og hafa áhuga á krefjandi verkefnum
  • Góðir samskiptahæfileikar og góð íslenskukunnátta
  • Góð meðmæli og hreint sakavottorð
  • Reyklaus
  • Gilt bílpróf


Umsóknarfrestur er til 01.09.2019

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir þjónustustjóri, Sófús Árni Hafsteinsson (sofus@elko.is).

ELKO starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. 


ELKO hefur sett sér persónuverndarstefnu varðandi vinnslu á persónuupplýsingum um umsækjendur, sjá nánar inn á elko.is/storf 

Umsóknarfrestur:

01.09.2019

Auglýsing stofnuð:

14.08.2019

Staðsetning:

Skarfagarðar 2, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi