Öryggisgæsla í ELKO Lindum

ELKO Skógarlind 2, 201 Kópavogur


ELKO leitar að öryggisvörðum í verslunarþjónustu í ELKO Lindum

Starfið er tímabundið yfir jólatímabilið frá lok nóvember til um miðjan janúar en möguleiki er á ótímabundnu starfi í framhaldinu.

Starfslýsing:

  • Starfið felur í sér almenna öryggisgæslu í verslun ELKO í Lindum.
  • Meginhlutverk starfsmanns er forvarnarhlutverk ásamt vöktun í verslun.

Unnið er á vaktafyrirkomulagi á afgreiðslutíma verslunar sem er almennt 11:00 – 19:00, en 11:00 – 22:00 síðustu daga fyrir jól.

Hæfniskröfur:

  • Hreint sakavottorð
  • 20 ára eða eldri
  • Geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Reyklaus
  • Íslenskukunnátta skilyrði

Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2018

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir verslunarstjóri, Sófús Árni Hafsteinsson (sofus@elko.is) en umsóknarferlið er hér á Alfreð.

ELKO er líflegur vinnustaður með góðan starfsanda og sterka liðsheild. Hjá ELKO starf um 160 starfsmenn. Meðalaldur starfsfólks er 23 ár og eru 90% stjórnenda undir 40 ára.

ELKO starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

ELKO hefur sett sér persónuverndarstefnu varðandi vinnslu á persónuupplýsingum um umsækjendur, sjá nánar inn á elko.is/storf

Umsóknarfrestur:

30.11.2018

Auglýsing stofnuð:

08.11.2018

Staðsetning:

Skógarlind 2, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Tímabundið


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi