LAGERSTARFSMAÐUR - ELKO GRANDA (FULLT STARF)

ELKO Fiskislóð 15-21, 101 Reykjavík


Vilt þú starfa með skemmtilegu samstarfsfólki?
Vilt þú starfa á fjörugum vinnustað sem gefur þér möguleika á að þróast í starfi?
Hefur þú áhuga á tækni, tækjum og samskiptum?

Starfslýsing:
Starfið er fjölbreytt og krefjandi en meðal verkefna, eru móttaka á vörum, afstemmingar, eftirlit með rýrnun, áfyllingar á verslun ásamt að halda uppi staðli og fyrirmynd ELKO. Starfsmaður sinnir öðrum störfum í verslun eftir þörfum.


Vinnutími:

Um er að ræða fullt starf og miðast vinnutími við 9-17 virka daga.

Hæfniskröfur:

  • 20 ára og eldri
  • Reynsla af NAV er kostur en ekki nauðsyn
  • Hugmyndarík(ur) og geta unnið sjálfstætt
  • Geta sýnt frumkvæði í starfi og tekist á við krefjandi verkefni með bros á vör
  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Góð meðmæli og hreint sakavottorð
  • Reyklaus
  • Íslensku kunnátta skilyrði


Umsóknarfrestur er til 23. ágúst.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið 

Nánari upplýsingar um starfið veitir verslunarstjóri, Magnús Torfi Magnússon (magnus@elko.is). Athugið að ekki er tekið við umsóknum í gegnum tölvupóst.

ELKO starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. 

ELKO hefur sett sér persónuverndarstefnu varðandi vinnslu á persónuupplýsingum um umsækjendur, sjá nánar inn á elko.is/storf 

Umsóknarfrestur:

23.08.2019

Auglýsing stofnuð:

13.08.2019

Staðsetning:

Fiskislóð 15-21, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi