Þjónustustjóri

ELKO Skógarlind 2, 201 Kópavogur


ELKO er að leita að framsæknum og drífandi leiðtoga í starf þjónustustjóra. Í ELKO starfar fjöldi hæfileikaríkra og skemmtilegra einstaklinga sem öll vinna að því markmiði að gera viðskiptavini okkar ánægða og ná settum markmiðum. Við viljum halda því áfram með því að fá til okkar metnaðarfullan leiðtoga til að halda áfram því mikilvæga starfi.

Í ELKO viljum við hafa hæfileikaríka stjórnendur. Við teljum að góður leiðtogi sé sá sem tekst að búa til vellíðan á vinnustað með jákvæðu og uppbyggilegu starfsumhverfi. Verkefni stjórnanda er að ná því besta fram hjá starfsfólki sem skilar sér í góðri þjónustu til viðskiptavina okkar.

Mikilvægt er að þjónustustjóri búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum, faglegum vinnubrögðum, jákvæðni og hafi almennt gaman af því að umgangast annað fólk og takast á við erfið og krefjandi verkefni.

Sem þjónustustjóri yrðir þú hluti af framkvæmdastjórn ELKO sem ber ábyrgð á rekstri félagsins ásamt mótun og framkvæmd stefnu þess. Þjónustustjóri er ábyrgur fyrir mótun og framkvæmd stefnu í þjónustu ásamt öðrum tengdum þáttum. Um nýtt starf er að ræða og verður því í verkahring nýs starfsmanns að móta starfið í samráði við framkvæmdastjóra ELKO.

Starfslýsing:

 • Ábyrgð á upplifun og hámörkun þjónustustigs
 • Ábyrgð á mótun og framkvæmd stefnu í þjónustu
 • Skipulag og framkvæmd fræðslu til starfsfólks tengt þjónustu
 • Skipulagning og samhæfing ferla er lúta að þjónustu
 • Ábyrgð á rekstri þjónustusviðs
 • Birgðastýring og kostnaðareftirlit
 • Ábyrgð á að þjónustumarkmið náist

 Menntunar- og hæfniskröfur: 

 • Menntun sem nýtist í starfi kostur
 • Reynsla af stjórnunarstörfum og mannaforráðum 
 • Leiðtogahæfileikar
 • Reynsla af verslunarstörfum er kostur 
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt skilningi á rekstri
 • Tölvukunnátta til að leysa daglegverkefni í Outlook, Excel og Navision 
 • Frammúrskarandi samskiptahæfileikar og þjónustulund
 • Frumkvæði og árangursdrifni

Umsóknarfrestur er til 6. desember 2018.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri ELKO, Gestur Hjaltason (gestur@elko.is).

ELKO er líflegur vinnustaður með góðan starfsanda og sterka liðsheild. Meðalaldur starfsfólks er 23 ár og eru 90% stjórnenda undir 40 ára.

ELKO starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

ELKO hefur sett sér persónuverndarstefnu varðandi vinnslu á persónuupplýsingum um umsækjendur, sjá nánar inn á elko.is/storf

Umsóknarfrestur:

06.12.2018

Auglýsing stofnuð:

23.11.2018

Staðsetning:

Skógarlind 2, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi