Þjónustufulltrúi-ELKO Skeifunni (Hlutastarf)

ELKO Skógarlind 2, 201 Kópavogur


Þjónustudeild ELKO er ein mikilvægasta deild verslunarinnar og sem þjónustufulltrúi ert þú oftar en ekki lykilþáttur í að viðskiptavinurinn fer brosandi úr búðinni, hvort sem þú ert að taka á móti greiðslu fyrir vöru, taka á móti vöru frá viðskiptavinum í vöruskil eða aðstoða viðskiptavini þegar upp koma vandamál með keyptar vörur.

Þetta getur þýtt annasama daga og líka mörg ólík verkefni hvern dag. En það leysir þú auðvitað léttilega, enda ert þú markviss í þínum störfum og ert ekki hrædd(ur) við að sýna frumkvæði, taka ákvarðanir eða leysa úr áskorunum með ánægju viðskiptavina að megin markmiði – að sjálfsögðu með bros á vöru.

Ef þú mælir góða daga í fjölda ánægðra viðskiptavina, ef þú getur svarað spurningum um þær mismunandi vörur sem við seljum og mismunandi þjónustu sem við veitum og vilt auk þess hafa gaman í vinnunni – þá værum við mjög glöð ef þú sækir um þetta starf!

Að vinna í ELKO er nefnilega skemmtilegt og í senn krefjandi. Sem starfskraftur hjá okkur ert þú hluti af stórri liðsheild. Með vinnusemi og áræðni getur þú líka náð langt hjá okkur – því við elskum að veita því starfsfólki tækifæri sem standa sig vel í starfi.  

Þitt verkefni hjá okkur er að gera viðskiptavini okkar 100% ánægða á hverjum degi - og hafa gaman á meðan.

Starfslýsing:
Starfið felur í sér þjónustu og afgreiðslu til viðskiptavina í verslun ELKO. Þjónustufulltrúi gegnir mikilvægu hlutverki í eftirkaupaþjónustu til viðskiptavina ásamt þjónustu á afgreiðslukössum.

Vinnutími: Um hlutastarf er að ræða. Vinnutími miðast almennt við opnunartíma verslunar mán til föst 11-19,, lau 11-18 og sun 12-18.

Hæfniskröfur

  • 20 ára eða eldri
  • Áhugi á þjónustustörfum
  • Geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi
  • Eiga auðvelt með að tileinka sér mismunandi verkferla
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Reynsla og þekking á Navision er kostur
  • Hreint sakavottorð
  • Íslenskukunnátta skilyrði

Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2019

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið

Nánari upplýsingar um starfið er að finna inn á elko.is/storf

ELKO starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

ELKO hefur sett sér persónuverndarstefnu varðandi vinnslu á persónuupplýsingum um umsækjendur, sjá nánar inn á elko.is/storf

Umsóknarfrestur:

19.05.2019

Auglýsing stofnuð:

09.05.2019

Staðsetning:

Skógarlind 2, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi