Experience Manager - Deplar Farm

Eleven Experience Deplar 146791, 570 Fljót


Experience Manager - Deplar Farm

Eleven Experience er alþjóðlegt ferðaþjónustufyrirtæki sem leitast við það að veita einstaka og persónulega þjónustu til viðskiptavina sinna. Eleven býður upp á lúxus gistingu á heimsmælikvarða og skipuleggur ógleymanlegar ævintýraferðir og upplifanir sérsniðnar að óskum hvers og eins. Eleven Experience hóf rekstur á jörðinni Deplum í Skagafirði í apríl 2016. Deplar er gamalt bóndabýli sem búið er að breyta í lúxus gistiaðstöðu með 13 svítum. 

Á Deplum er fullbúið eldhús, tveir barir, heilsulind o.fl. Eleven Experience á Íslandi leitar nú að experience manager fyrir Depla. Um er að ræða spennandi og krefjandi starf með mikla möguleika og tækifæri fyrir réttu manneskjurnar.

 


HELSTU VERKEFNI: 

• Ábyrgur fyrir samskiptum við gesti og við söluskrifstofu Eleven erlendis.

• Samskipti við innlenda og erlenda ferðaþjónustuaðila. 

• Skipulagning einstakra og ógleymanlegra ferða fyrir gesti. 

• Önnur tilfallandi verkefni. 

 


 HÆFNISKRÖFUR: 

 • Mjög góð enskukunnátta bæði í riti og máli er skilyrði. 

• Rík þjónustulund. 

• Góð tölvukunnátta er skilyrði. 

• Mikil skipulagshæfni og sveigjanleiki í starfi. 

• Hæfileiki til að vinna að mörgum hlutum í einu. 

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg. 

• Reynsla úr ferðaþjónustu/leiðsögn er kostur. 

 www.elevenexperience.com


Umsóknir og ferilskrá á ensku sendist á ráðningarkerfi Afreð, merkt “EM Deplar 2019”. Umsóknarfrestur er til og með 16. janúar, 2019.

Umsóknarfrestur:

16.01.2019

Auglýsing stofnuð:

02.01.2019

Staðsetning:

Deplar 146791, 570 Fljót

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Sérfræðistörf Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi