Umsjón með þrifum & innkaupum á matvöru - 30%

Þekking Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur


Þekking leitar að hressum og þjónustulunduðum einstaklingi til að sinna fjölbreyttu starfi umsjónaraðila með skrifstofu okkar að Urðahvarfi 6, Kópavogi.

Um er að ræða 30% starfshlutfall og er unnið 3 stutta daga í viku -  fyrirkomulag á starfstíma getur þróast í samvinnu við starfsmann. Ákjósanlegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst en eigi síðar en 1. september.

Viðkomandi starfsmaður mun sinna þrifum en einnig sinna eldhúsi og sjoppu starfsfólks, þ.e. útbúa innkaupalista matvöru, sinna innkaupum og vera í samskiptum við starfsfólk um innkaup.

 

Starfssvið:

Sjá um ræstingu og þrif á skrifstofu
Umsjón með innkaupum á matvöru
Umsjón með innkaupum fyrir Þekkingarsjoppuna
Önnur tilfallandi verkefni
 

Hæfniskröfur:

Jákvæðni og góð mannleg samskipti
Sýnir frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Líkamleg hreysti til að sinna ræstingum (reynsla af ræstingum kostur)
Góð íslensku- eða enskukunnátta
Gilt bílpróf og kostur ef viðkomandi hefur bíl til umráða
Hreint sakavottorð

 

Starfið hentar einkar vel fyrir aðila sem er að minnka við sig, eru heimavinnandi eða námsmönnum.

 

Um er að ræða nýtt starf hjá Þekkingu og hlökkum við til að fá starfsmann í þessi verkefni.

Senda skal umsóknir á atvinna@thekking.is.
Frekari upplýsingar hjá Ástu Bærings mannauðsstjóra í s.460 3166. 

Þekking er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Hjá fyrirtækinu starfa ríflega 60 manns og starfsstöðvar eru á tveimur stöðum á landinu, á Akureyri og í Kópavogi.  Þekking sérhæfir sig í rekstri og ráðgjöf auk þess að bjóða fyrirtækjum kerfisleigu, hýsingu, internetþjónustu og gagnaflutninga ásamt margs konar sérlausna, ráðgjöf og kennslu.

Auglýsing stofnuð:

10.07.2019

Staðsetning:

Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi