Svæðisstjóri Eimskips á Austurlandi

Eimskip Korngarðar 2, 104 Reykjavík


Eimskip leitar að metnaðarfullum svæðisstjóra til starfa á starfsstöð félagsins á Austurlandi.

Hjá Eimskip á Austurlandi starfar öflugur hópur fólks í fjölbreyttum störfum. Svæðisstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri svæðisskrifstofu sem er með tvær starfsstöðvar á Reyðarfirði auk starfsstöðva í Neskaupsstað, Egilsstöðum, Djúpavogi og á Höfn í Hornafirði.

Eimskip á Austurlandi sinnir þjónustu við viðskiptavini innanlandsflutninga Eimskips Flytjanda og inn- og útflutning á svæðinu. Eimskip á Austurlandi sinnir auk þess hafnarvinnuþjónustu fyrir Alcoa Fjarðaál á Mjóeyrarhöfn við Reyðarfjörð og er þar með víðtæka starfssemi.

Skrifstofa svæðisstjóra er á Mjóeyrarhöfn við Reyðarfjörð og ber hann ábyrgð á rekstri og þjónustu við viðskiptavini á svæðinu, starfsmannamálum, áætlanagerð og markmiðssetningu.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða rík starfsreynsla
  • Reynsla af stjórnun og rekstri
  • Reynsla af sölu og samningagerð
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í störfum

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Eimskips á Íslandi, sirra@eimskip.is.

Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Eimskips, www.eimskip.is.

Umsóknarfrestur er til 24. febrúar 2019.

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Hreint sakavottorð og 18 ára aldur er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip.

Umsóknarfrestur:

24.02.2019

Auglýsing stofnuð:

06.02.2019

Staðsetning:

Korngarðar 2, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Skrifstofustörf Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi