Rafvirkjar eða rafvélavirkjar hjá Eimskip

Eimskip Korngarðar 2, 104 Reykjavík


Eimskip óskar eftir að ráða rafvirkja eða rafvélavirkja til framtíðarstarfa á rafmagnsverkstæði Eimskips í Sundahöfn. Í boði er fjölbreytt og áhugavert starf við fyrsta flokks vinnuaðstæður.

Um er að ræða fullt starf á tvískiptum vöktum, þar sem unnið er alla virka daga. Aðra vikuna er unnið frá kl. 07:00 - 16:00 og hina vikuna frá kl. 16:00 - 01:00.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Almenn raflagnavinna, viðhald og nýlagnir
  • Viðhald tækja, búnaðar o.fl.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Sveinspróf í rafvirkjun eða rafvélavirkjun
  • Reynsla af viðgerðum á lyfturum og frystikerfum er kostur
  • Reynsla af stýribúnaði og raflögnum er kostur
  • Góð þjónustulund og jákvæðni.
  • Íslenskukunnátta er skilyrði.

Nánari upplýsingar um starfið fást með því að senda tölvupóst á starf@eimskip.is  
 
Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Eimskips, www.eimskip.is 
Umsóknarfrestur er til 23. ágúst 2018.

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip.

 

 

Umsóknarfrestur:

23.08.2018

Auglýsing stofnuð:

10.08.2018

Staðsetning:

Korngarðar 2, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi