Fulltrúi í bókhald

Eimskip Korngarðar 2, 104 Reykjavík


Eimskip leitar að metnaðarfullum og drífandi einstakling til framtíðarstarfa í bókhaldsdeild Eimskips í Reykjavík. Viðkomandi þarf að vera skipulagður í vinnubrögðum, hafa frumkvæði og drifkraft. Við leitum að vönum bókara í almennt bókhald með góða þekkingu á virðisaukaskatti.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun maí 2019. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
  • 3-5 ára starfsreynsla af bókhaldsstörfum
  • Löggild bókararéttindi æskileg
  • Góð kunnátta á SAP fjárhagskerfið er kostur
  • Þekking á virðisaukaskatti er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði
  • Skipulagshæfileiki, talnagleggni og nákvæmni
  • Jákvæðni og þjónustulund

Nánari upplýsingar um starfið veitir Heiða Jóna Hauksdóttir, hha@eimskip.is. 

Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum ráðningarvef á heimasíðu, www.eimskip.is

Umsóknarfrestur er til 17. febrúar 2019.

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Hreint sakavottorð og 18 ára aldur er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip.

Umsóknarfrestur:

17.02.2019

Auglýsing stofnuð:

04.02.2019

Staðsetning:

Korngarðar 2, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf Þjónustustörf Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi