Leikskólakennari

Efstihjalli Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Leikskólinn Efstihjalli óskar eftir leikskólakennara


Leikskólinn Efstihjalli tók til starfa árið 1982. Leikskólinn er í grónu hverfi og í göngufæri við Fossvogsdal, Kópavogsdal og Digraneshæð. Leikurinn, í allri sinni fjölbreytni, er kjarninn í uppeldisstarfinu. Einnig er unnið í litlum hópum að hinum ýmsu verkefnum sem örva félagsfærni barnanna, styrkja sjálfsmynd þeirra og auka skynreynslu. Skipulögð hreyfing fer fram í aldursskiptum hópum tvisvar í viku. Heimasíða leikskólans er http://efstihjalli.is/ .

Ráðningartími og starfshlutfall

 

  • Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf  sem fyrst eða eftir samkomulagi.
  • Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
  • Viðkomandi þarf að vera ábyrgur,  jákvæður og eiga auðvelt með mannleg samskipti.
  • Ef ekki fæst fagmenntaður starfsmaður mun verða ráðinn leiðbeinandi.
  • Viðkomandi þarf að hafa góða íslenskukunnáttu.

Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Nánari upplýsingar veita Hafdís Hafsteinsdóttir leikskólastjóri og Margrét Lárusdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 441 6100.  Einnig má senda fyrirspurnir á efstihjalli@kopavogur.is 

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. 

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

 

Umsóknarfrestur:

20.01.2019

Auglýsing stofnuð:

03.01.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi