Starfsmenn vantar í flokkun og eftirvinnslu

Efnamóttakan hf. Berghella 1, 221 Hafnarfjörður


Efnamóttakan leitar að öflugum einstaklingum til að vinna við flokkun og eftirvinnslu aðvífandi sendinga. Leitað er eftir duglegum og hraustum einstaklingum sem rekast vel í hópi og hafa góða þjónustulund.

Fastur vinnutími er frá 7:30 - 17:10 alla virka daga og byrjunarlaun fyrir þennan vinnutíma eru að lágmarki 440.000 kr. Við hvetjum sérstaklega þá sem hafa meiraprófs- og/eða vinnuvélaréttindi til að sækja um og geta þá verið betri kjör í boði.Laun munu hækka samhliða aukinni færni í starfi.


Vertu í sambandi